Lyrics

Una Torfa - Engin spurning

0
original text at mamqa.com/ulyricsnew/una-torfa-engin-spurning-1848866
〈Verse 1〉
Ég ætlaði bara að kíkja
Lofaði að stoppa stutt
Því ég er svo vön að taka
Skynsamlegar ákvarðanir
Og passa að verða ekki of full

〈Verse 2〉
Þú varst með hár niður að herðum
Nýbúinn að klippa það stutt
Og beint fyrir framan mig
Helltirðu óvart bjórnum niður
Og ég bauðst til að þurrka hann upp

〈Chorus〉
Og það var þá og þar
Sem ég fattaði að ég hafði labbað
Inn á alveg réttan stað
Engin spurning, rétt svar
Og hljómsveitin byrjaði að spila
Alveg fullkomlega viðeigandi lag
En ég man ekkert hvað það var

〈Verse 3〉
Við dönsum með bros út að eyrum
Þangað til ljósin eru kveikt
Þú þarft ekki að spyrja hvort ég
Vilji koma með þér héðan
Þú þarft ekki að segja neitt
〈Verse 4〉
Leiðumst með hendur í sama vasa
Við löbbum alveg jafn hratt
Fólk er svo gjarnt á að segja
Eitthvað annað en það meinar
En þú segir alltaf satt

〈Chorus〉
Og það var þá og þar
Sem við föttuðum að skipin okkar
Stefndu á nákvæmlega sama stað
Engin spurning, rétt svar
Kvöldsólin hún skein á okkur tvö ein
Í kringum okkur ómaði þetta lag
En ég man ekkert hvað það var

〈Verse 5〉
Ég ætlaði bara að kíkja
Lofaði að stoppa stutt
En Guði sé lof að þú
Helltir bjórnum óvart niður
Og ég bauðst til að þurrka hann upp

〈Chorus}
Því það var þá og þar
Sem ég fattaði að ég hafði haldið
Að lífið væri flóknara en það var
Engin spurning, rétt svar
Fundum stund, fundum stað, fundum hvort annað
Eitt fullkomlega viðeigandi lag
En ég man ekkert hvað það var
Ég man ekkert hvað það var
 Edit 
Copy

YouTube

 Edit 

More Una Torfa

Una Torfa - En | Lyrics
{Verse 1} Þú slærð á þráðinn seint á kvöldin og við tölum lengi Ég græt í símann en svo sláum við á létta strengi Ég vildi að þú gætir tekið utan um mig hvíslað „Mér

Una Torfa - Ekkert að | Lyrics
{Verse 1} Ég er með holur í hausnum Munn sem segir þér frá Ég er með augu sem leka Tár sem full eru af þrá Og þú heldur í hendur Segir margt en samt

Una Torfa - Í löngu máli | Lyrics
{Verse 1} Hvenær fórstu síðast í hláturskast? Hvaða orð finnst þér falleg? Er það hvernig þau hljóma eða hvað þau þýða? Og hvenær varstu síðast dónaleg? Hvað er það

Una Torfa - Flækt og týnd og einmana | Lyrics
{Verse 1} Seg mér hvernig ég Virðist fyrir þér Flækt og týnd og einmana Tek það ekki nærri mér Eða hefur mér tekist að Sannfæra þig um það Að ég sé

Una Torfa - Stundum | Lyrics
{Verse 1} Stundum er ég sterk Stundum get ég ekkert gert svo ég Sit og sakna og syrgi og sé Mikið eftir þér {Verse 2} Stundum er ég leið

Una Torfa - Eina sem er eftir | Lyrics
{Verse 1} Endalaus nóttin Myrkrið, ég og þú Þegar þú spurðir mig Hvað klukkan væri Vildi ég segja „þú“ {Pre-Chorus} Það er svarið við

Una Torfa - Ef þú kemur nær | Lyrics
{Verse 1} Það fjarar út Sólin sest en ekki þú Stendur, gengur Vertu hér lengur Hvað ert þú að hugsa Viltu deila því með mér? Nei ókei, þá byrja ég

Una Torfa - Um mig og þig | Lyrics
{Verse 1} Ég spurði hvort Við gætum lifað af Í kúlu þar sem ljós kemst inn Og ekkert út Hvort við gætum Skapað okkur heim Sem væri okkur nóg Og

Una Torfa - Fyrrverandi | Lyrics
{Verse 1} Þreyttir fætur, dansa ein Við barinn Svona korteri fyrir þrjú Og vinkonan er farin Án mín Fyrir aftan mig stendur þú Með augun þín og fangið

Una Torfa - Heima | Lyrics
{Verse 1} Sakna þín meira en ég kann að segja frá Veit ég hefði betur Sagt þér frá því þá Því að allir eru að breytast Allir nema ég En kannski er það ég sem

Photo Una Torfa

 Edit 
Una Torfa

Una Torfa - Biography

 Edit