Lyrics

Una Torfa - Appelsínugult myrkur

〈Verse 1〉
Ég þori ekki alveg heim
Ekki strax
Ef að ég fer inn
Og loka á eftir mér er óvíst að
Nóttin haldi sínu striki

〈Verse 2〉
Vindinn gæti lægt
Það gæti stytt upp
Það gæti komið dagur
Ef ég fylgist ekki mjög vel með
Það gæti gerst á augnabliki

〈Chorus〉
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun

〈Verse 3〉
Veistu það ég sver
Ég er alveg viss
Rigning hefur aldrei áður
Fallið svona fallega
Hvenær lærði vatn að fljúga?
〈Chorus〉
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun

〈Verse 4〉
Ég ætla aldrei heim
Ég verð hér
Því ef ég fer mun nóttin hætta að
Vera svona heillandi
Það gæti gerst á augnabliki

〈Chorus〉
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélеgur dansari
En ágætis skemmtun

〈Chorus〉
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hvеrju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun

More Una Torfa

Una Torfa - Þannig er það | Lyrics
{Verse 1} Spurðu hvað mér finnst Þá færðu svar Sjáðu hvort mér finnist ekki Gaman að gefa það {Verse 2} Haltu svo fastar Kysstu mig hér

Una Torfa - Þú ert stormur | Lyrics
{Chorus} Ef ég dett Viltu lyfta mér upp? Viltu leiða mig Í gegnum þetta allt? Ég vil hlaupa hratt og vil ekki gera það ein Ég vil ekki vera ein

Una Torfa - En | Lyrics
{Verse 1} Þú slærð á þráðinn seint á kvöldin og við tölum lengi Ég græt í símann en svo sláum við á létta strengi Ég vildi að þú gætir tekið utan um mig hvíslað „Mér

Una Torfa - Ekkert að | Lyrics
{Verse 1} Ég er með holur í hausnum Munn sem segir þér frá Ég er með augu sem leka Tár sem full eru af þrá Og þú heldur í hendur Segir margt en samt

Una Torfa - Í löngu máli | Lyrics
{Verse 1} Hvenær fórstu síðast í hláturskast? Hvaða orð finnst þér falleg? Er það hvernig þau hljóma eða hvað þau þýða? Og hvenær varstu síðast dónaleg? Hvað er það

Una Torfa - Flækt og týnd og einmana | Lyrics
{Verse 1} Seg mér hvernig ég Virðist fyrir þér Flækt og týnd og einmana Tek það ekki nærri mér Eða hefur mér tekist að Sannfæra þig um það Að ég sé

Una Torfa - Stundum | Lyrics
{Verse 1} Stundum er ég sterk Stundum get ég ekkert gert svo ég Sit og sakna og syrgi og sé Mikið eftir þér {Verse 2} Stundum er ég leið

Una Torfa - Eina sem er eftir | Lyrics
{Verse 1} Endalaus nóttin Myrkrið, ég og þú Þegar þú spurðir mig Hvað klukkan væri Vildi ég segja „þú“ {Pre-Chorus} Það er svarið við

Una Torfa - Ef þú kemur nær | Lyrics
{Verse 1} Það fjarar út Sólin sest en ekki þú Stendur, gengur Vertu hér lengur Hvað ert þú að hugsa Viltu deila því með mér? Nei ókei, þá byrja ég

Una Torfa - Um mig og þig | Lyrics
{Verse 1} Ég spurði hvort Við gætum lifað af Í kúlu þar sem ljós kemst inn Og ekkert út Hvort við gætum Skapað okkur heim Sem væri okkur nóg Og

Una Torfa